活动类别

Gullbringa, Geithöfði og Höfði ásamt ónefndum toppum Vatnshlíðar

下载

路线照片

的照片Gullbringa, Geithöfði og Höfði ásamt ónefndum toppum Vatnshlíðar 的照片Gullbringa, Geithöfði og Höfði ásamt ónefndum toppum Vatnshlíðar 的照片Gullbringa, Geithöfði og Höfði ásamt ónefndum toppum Vatnshlíðar

作者

路线统计数据

距离
8.67 公里
累积高度
395 米
技术难度
中等
海拔下降
395 米
最高海拔
305 米
TrailRank 
53
最低海拔
132 米
路线类型
环路
时间
2小时 45分钟
坐标
860
上传日期
2025年5月4日
记录日期
五月 2025
分享

邻近 Hafnarfjörður, Höfuðborgarsvæði (Ísland)

浏览次数: 92次 , 下载次数: 2次

路线照片

的照片Gullbringa, Geithöfði og Höfði ásamt ónefndum toppum Vatnshlíðar 的照片Gullbringa, Geithöfði og Höfði ásamt ónefndum toppum Vatnshlíðar 的照片Gullbringa, Geithöfði og Höfði ásamt ónefndum toppum Vatnshlíðar

行程描述

Fjallið Gullbringa er ekki sérlega tilkomumikið né hátt fjall (rúmlega 300m.y.s) en nafnið er ekki af verri endanum. Það merkir vel gróið land og er reyndar á reyki hvort það hefði átt við þetta fjall eða kannski einhver önnur lönd í nágrenninu. Allavega er hún þarna samkvæmt dönsku herforingjakortunum þ.a. við trúum þeim.
Það sem gerir Gullbringu merkilega er að hin forna Gullbringusýsla (um 1535) dregur einmitt nafn sitt af þessu fjalli en Gullbringusýsla náði frá Suðurnesjum í suðri, yfir Álftanes og Seltjarnarnes alla leið að Elliðaám í austri.

Gangan á Gullbringu er hvorki löng né erfið þ.a. ég ákvað að krydda hana aðeins með nærliggjandi hæðum og toppum.
Ég lagi af stað frá vesturenda Kleifarvatns, Hvömmum en þar hefur Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði haft aðstöðu til sumarbeitar í meira en mannsaldur og undirritaður á þar góðar sumarminningar við útreiðar og allmennt hestahald á sínum yngri árum.
Þaðan liggur jeppaslóði inn og austur með vatninu sem þægilegt er að ganga með útúrdúrum á nærliggjandi toppa.
Þar liggur líka forn þjóðleið, Dalaleið, sem Hafnarfjarðarbær er búinn að stika og liggur inn með Gullbringu, austur og norður úr alla leið til Hafnarfjarðar.
Þegar komið er austur fyrir Gullbringu er beygt út af Dalaleið í suður og Gullbringa gengin endilöng, ég fór aðeins lengra og hærra upp í Vatnslíðina til að ná góðri mynd af Gullbringu með Kleifarvatn og Sveifluháls í bakgrunni.
Síðan var Vatnshlíðin gengin til baka og toppar hennar teknir, bæði til að fá smá puð og til að ná góðum myndum.
Í lokin stakk ég mér síðan niður hlíðina, niður í Hvamma þar sem bílinn beið mín.

Ég verð að segja að þessi ganga er mjög skemmtileg og falleg í allri sinni sandauðn og færið er frábært, frekar létt og ekki bratt og örugglega ekki síðri að vetrarlagi í snjónum og klakanum.

路线点

图示符号高峰 海拔 200 米
的照片Geithöfði 的照片Geithöfði 的照片Geithöfði

Geithöfði

Geithöfði 200m.

图示符号高峰 海拔 298 米
的照片Gullbringa 的照片Gullbringa 的照片Gullbringa

Gullbringa

Gullbringa 308m.

图示符号高峰 海拔 160 米
的照片Höfði 的照片Höfði 的照片Höfði

Höfði

Höfði 160m.

图示符号水源 海拔 135 米

Kleifarvatn

KLEIFARVATN

图示符号全景 海拔 239 米
的照片Myndartökustaður 的照片Myndartökustaður 的照片Myndartökustaður

Myndartökustaður

Nokkrar góðar myndir við suðurenda Kleifarvatns

图示符号高峰 海拔 280 米
的照片Vatnshlíðartoppar 的照片Vatnshlíðartoppar 的照片Vatnshlíðartoppar

Vatnshlíðartoppar

Vatnshlíðartoppar 280m.

评论

    您可以这条路线